Fréttir
-
Sumarstarfið að hefjast
Eftir strembin vetur eigum við von á góðu sumri norðanlands! Æskan býður grunnskólanemum og elsta árgangi leikskólans ókeypis frjálsíþróttaæfingar í sumar. Verða frjálsíþróttaæfingarnar á Æskuvellinum, tvisvar í viku á mánu- og miðvikudögum kl. 17:00-18:00. Þjálfarar í sumar verða Eir Starradóttir og Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir.Einnig mun félagið standa fyrir borðtennisæfingum tvisvar í viku í Valsárskóla. Borðtennisæfingarnar eru í samstarfi við íþróttafélagið Akur á Akureyri og verður Markus Meckl yfirþjálfari. Borðtennisinn hefst þriðjudaginn 16. júní og verða þær æfingar á þriðju- og fimmtudögum kl. 17:00-18:30.
Posted Jun 8, 2020, 8:34 AM by Umf. Æskan
-
Glæsileg bæting hjá Eir
Sleggjukastarinn Eir Starradóttir náði að kasta sleggjunni yfir 50 metra í fyrsta skipti á móti í Kaplakrika í gær, laugardaginn 11. júní. Besta kast Eirar mældist 51,11.
Posted Jun 12, 2016, 4:46 PM by Umf. Æskan
-
Frjálsíþróttaæfingar hefjast
Frjálsíþróttaæfingar á vegum Æskunnar hefjast þriðjudaginn 14. júní kl. 13:00 og er um klukkutíma langar æfingar að ræða. Þjálfari til að byrja með verður Unnar Vilhjálmsson sem er þrautreyndur frjálsíþróttaþjálfari. Bjarki Gíslason mun síðan taka við af Unnari í júlí og verður út sumarið. Fyrst í stað verður ein æfing í viku en líklega mun þeim fjölga í tvær í júlí. Æfingarnar eru opnar öllum 6 ára og eldri og eru gjaldfrjálsar þökk sé myndarlegum styrk Kjarnafæðis til félagsins.
Posted Jun 8, 2016, 1:02 PM by Umf. Æskan
-
Aðalfundur í kvöld
Aðalfundur umf. Æskunnar verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 31. maí, í Valsárskóla. Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundarstörf og eru félagar hvattir til að fjölmenna á fundinn. Nýir félagar velkomnir. Sérstaklega eru foreldrar barna og unglinga hvattir til að mæta á fundinn og koma sínum sjónarmiðum á framfæri er varða sumarstarf félagsins. Funduri!!nn hefst kl. 20:15!
Posted May 31, 2016, 12:10 PM by Umf. Æskan
-
Tap gegn Akri D
Borðtennislið Æskunnar lék sinn þriðja leik í norðurlandsriðli 2. deildar Íslandsmótsins í dag. Þrátt fyrir hetjulega baráttu tapaðist leikurinn með minnsta mun, 4-3, og hefur Æskan því tapað tveimur leikjum en unnið einn að loknum þremur umferðum í norðurlandsdeildinni. Lið Æskunnar í dag var skipað þeim Máney Sveinsdóttur, Starra Heiðmarssyni og Lindu Stefánsdóttur.
Posted Nov 25, 2015, 2:11 PM by Umf. Æskan
| Á dagskráViðburðadagatal Æskunnar |
|