fréttir‎ > ‎

Vormót UMSE

posted Jun 11, 2013, 1:54 PM by Umf. Æskan
Vormót UMSE verður haldið í næstu viku á Dalvík og Æskuvelli. Keppt verður í köstum á Dalvík þriðjudagskvöldið 18. júní og hefst keppni kl. 17:00. Keppt verður í spjótkasti, kúluvarpi og sleggjukasti í flokkum frá 12 ára en í kringlukasti í flokkum frá 14 ára.
Seinni hluti mótsins verður á Æskuvelli miðvikudagskvöldið 19. júní en þar verður keppt í hástökki, boltakasti og spretthlaupum. Á Æskuvellinum hefst keppnin kl. 18:00 en þar er keppt í boltakasti uppað 11 ára, 60 m hlaupi í flokkum 9 ára og yngri, 10-11 ára og 12-13 ára en þeir sem eldri eru keppa í 100 m hlaupi. Hástökk er svo í boði fyrir 12 ára og eldri.
Tekið er við skráningum á mótið í netfang Æskunnar.
Comments