fréttir‎ > ‎

Úti-laugardagsmorgunn!

posted Mar 6, 2012, 9:47 AM by Umf. Æskan
Næsta laugardag, 10. mars, er Valsárskóli upptekinn og því færum við laugardagsmorguninn út! Að þessu sinni verður gestaþjálfari, Jón Hrói Finnsson, landsliðsmaður í andspyrnu mun leyfa þátttakendum að prófa andspyrnu sem er afar hröð og skemmtileg íþrótt. Frekari upplýsingar um andspyrnu má nálgast á heimasíðu andspyrnusambandsins auk stórskemmtilegs myndasafns.
Mæting á laugardaginn á sparkvellinum kl. 10:30!
Comments