fréttir‎ > ‎

Aldursflokkamót UMSE

posted Aug 23, 2012, 1:57 PM by Umf. Æskan   [ updated Aug 23, 2012, 2:08 PM ]
Aldursflokkamót UMSE verður haldið miðvikudags- og fimmtudagskvöld og verður tekið við skráningum á Æskudeginum, sunnudaginn 26. ágúst en einnig má senda skeyti á netfang félagsins, aeskan@umse.is.
Nánari upplýsingar um mótið má sjá hér að neðan.

UMSE býður til frjálsíþróttamóts á Þórsvelli á Akureyri, 29.-30. ágúst. Mótið er opið öllum, en einnig keppa aðildarfélög UMSE til stiga á mótinu. Mótið hefst kl. 17:00 báða daganna.
1. Keppnisgreinar:
- 9 ára og yngri:
Þrautabraut.
- 10-11 ára:
60m, 400 m, langstökk, hástökk, boltakast, kúluvarp og 4x100m.
- 12-13 ára:
60m, 600 m, langstökk, hástökk, spjótkast, kringlukast, kúluvarp og 4x100m.
- 14-15 ára:
100m, 600 m, langstökk, hástökk, spjótkast, kringlukast, kúluvarp og 4x100m.
- 16 ára og eldri:
100m, 200 m, 800 m, langstökk, hástökk, stangarstökk, spjótkast, kringlukast, kúluvarp og 4x100m.
2. Keppni:
- Raðað er tilviljanakennt í hlaupum og tímar ráða úrslitum (engin úrslitahlaup).
- 4 tilraunir eru í tæknigreinum.
- Byrjunarhæðir í hástökki og stangarstökki eru ákveðnar á staðnum að höfðu samráði við þjálfara og keppendur.
- Heimilt er að keppa í næsta aldursflokki fyrir ofan í greinum sem ekki eru í boði í viðkomandi aldursflokki. Ef unnið er til stiga gilda þau eingöngu í stigakeppni félaga en ekki í stigakeppni einstaklinga.
- Heimilt er að keppa upp fyrir sig í boðhlaupum, en eingöngu má keppa í einu boðhlaupi.
3. Skráning:
Skráningarfrestur er til kl: 12:00 þriðjudaginn 28. ágúst. Skráning fer fram á mótaforriti FRÍ. Aðildarfélög UMSE eru beðin um að skrá sína keppendur undir sínu félagi.
4. Þátttökugjöld:
- Þrautabraut 9 ára og yngri:750.-
- 10 ára og eldri: 500.- kr. á hverja grein.
- Boðhlaup: 1.000.- kr. á hverja sveit.
- Þátttökufélög eru beðin um að greiða þátttökugjöldin í fyrir sín félög í einu lagi. Hægt er að greiða á staðnum eða leggja inn á reikning UMSE:
kt. 670269-0519, reikn. 162-26-10705
5. Verðlaun:
- 11 ára og yngri fá þátttökuverðlaun.
- Í eldri flokkum eru veitt verðlaun fyrir 1.-3. sæti.
- Í stigakeppni aðildarfélaga UMSE eru veitt verðlaun fyrir stigahæsta félag, stigahæsta einstakling 12-15 ára og 16 ára og eldri beggja kynja.
6. Upplýsingar:
Nánari upplýsingar um mótið gefur Þorsteinn Marinósson framkvæmdastjóri UMSE (s: 868-3820, tölvup.: umse@umse.is) og Þorgerður Guðmundsdóttir, mótsstjóri (s: 660-2953, tölvup.: frjalsar@umse.is).
Hlökkum til að sjá ykkur öll á mótinu.
Fyrir hönd UMSE,
____________________________
Þorsteinn Marinósson,
Framkvæmdastjóri UMSE
Comments