fréttir‎ > ‎

Þorri með silfur

posted Nov 16, 2015, 11:09 AM by Umf. Æskan
Aldursflokkamót í borðtennis fór fram á vegum Samherja að Hrafnagili sunnudaginn 15. nóvember. Umf. Æskan átti einn fulltrúa á mótinu, Þorra Starrason sem vann silfurverðalaun í flokki 16-18 ára. Þátttaka var góð á mótinu sem heppnaðist með afbrigðum vel og óhætt að hrósa Samherjum fyrir framkvæmdina og frumkvæðið.
Sigurvegarar í flokki 16-18 ára sveina, Þorri Starrason, silfur, Júlíus Fannar Thorarense, gull og Jón Smári Hansson, brons

Comments