fréttir‎ > ‎

Tap gegn Akri D

posted Nov 25, 2015, 2:11 PM by Umf. Æskan
Borðtennislið Æskunnar lék sinn þriðja leik í norðurlandsriðli 2. deildar Íslandsmótsins í dag. Þrátt fyrir hetjulega baráttu tapaðist leikurinn með minnsta mun, 4-3, og hefur Æskan því tapað tveimur leikjum en unnið einn að loknum þremur umferðum í norðurlandsdeildinni. Lið Æskunnar í dag var skipað þeim Máney Sveinsdóttur, Starra Heiðmarssyni og Lindu Stefánsdóttur.

Comments