fréttir‎ > ‎

Sumarstarfið að hefjast

posted Jun 5, 2020, 8:40 AM by Umf. Æskan   [ updated Jun 8, 2020, 8:34 AM ]
Eftir strembin vetur eigum við von á góðu sumri norðanlands! 
Æskan býður grunnskólanemum og elsta árgangi leikskólans ókeypis frjálsíþróttaæfingar í sumar. Verða frjálsíþróttaæfingarnar á Æskuvellinum, tvisvar í viku á mánu- og miðvikudögum kl. 17:00-18:00. Þjálfarar í sumar verða Eir Starradóttir og Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir.
Einnig mun félagið standa fyrir borðtennisæfingum tvisvar í viku í Valsárskóla. Borðtennisæfingarnar eru í samstarfi við íþróttafélagið Akur á Akureyri og verður Markus Meckl yfirþjálfari. Borðtennisinn hefst þriðjudaginn 16. júní og verða þær æfingar á þriðju- og fimmtudögum kl. 17:00-18:30.
Comments