fréttir‎ > ‎

Sumarhlé í frjálsum

posted Jul 21, 2011, 1:36 PM by Umf. Æskan   [ updated Jul 21, 2011, 1:41 PM ]
Næstu tvær vikur verður gert sumarhlé á frjálsíþróttaæfingum á vegum félagsins. Næsta æfing verður mánudaginn 8. ágúst.
Hvetur stjórn Æskunnar félaga sína til þátttöku í Unglingalandsmótinu um Verslunarmannahelgina en að þessu sinni verður mótið haldið á Egilsstöðum. Opið er fyrir skráningar og má nálgast frekari upplýsingar um mótið á heimasíðu þess eða heimasíðu UMSE sem, líkt og undanfarin ár, stefnir að góðri þátttöku á mótinu.
Comments