fréttir‎ > ‎

Sigur á Samherjum og fjórða sætið í Norðurlandsdeildinni

posted May 31, 2015, 3:04 PM by Umf. Æskan
Í dag lauk keppni í Norðurlandsdeildinni í borðtennis. Alls tóku 7 lið þátt í deildinni, fjögur lið frá Akri á Akureyri, tvö lið frá Samherjum, Eyjafjarðarsveit auk sveitar Æskunnar. Gengi Æskunnar hefur verið upp og ofan í vetur, eftirtektarverðum árangri náðu Þorri Starrason og Sævar Gylfason þegar þeir unnu lotu gegn Markúsi Meckl og Hlyni Sverrissyni í tvíliðaleik þegar Æskan keppti við A-sveit Akurs. Sá leikur tapaðist hins vegar 4-0 en A-sveit Akurs hafði algjöra yfirburði í deildinni og unnu alla sína leiki 4-0. Fyrir leik dagsins hafði Æskan tapað fyrir öllum sveitum Akurs, reyndar töpuðust allir leikirnir, nema gegn a-sveitinni, með minnsta mun, þ.e. 3-4. Æskan marði svo sigur á B-sveit Samherja 3. maí síðastliðinn og vann góðan 4-2 sigur í dag á A-sveit Samherja en sveit Æskunnar í dag skipuðu þau Jan-Eric Jessen, Máney Sveinsdóttir og Þorri Starrason. Auk þeirra hafa þeir Sævar Gylfason og Starri Heiðmarsson keppt fyrir hönd Æskunnar í Norðurlandsdeildinni.
https://sites.google.com/a/umse.is/aeskan/fr/_draft_post-17/aeskan_bordtennislid.jpg

Comments