fréttir‎ > ‎

Norðurlandsdeild í borðtennis

posted Jan 15, 2015, 1:04 PM by Umf. Æskan
Æskan tekur í vetur þátt í Norðurlandsdeildinni í borðtennis með eitt lið. Alls eru 7 lið af Eyjafjarðarsvæðinu sem taka þátt en auk Æskunnar eru það 4 lið frá Akri og 2 lið Samherja.
Æskan keppti fyrstu tvo leiki tímabilsins miðvikudaginn 14. janúar og mættu tveimur liðum frá Akri, Akri E og Akri A.
Hér má sjá liðið fyrir fyrsta leik, frá vinstri: Máney Sveinsdóttir, Jan Erik Jessen, Þorri Starrason og Sævar Gylfason

Fyrsti leikur var gegn E-liði Akurs og var sá leikur afar spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta leik og tapaði Æskan leiknum með einum leik, 4-3. 
Seinni leikurinn var gegn A-liði Akurs og tapaðist hann nokkuð örugglega 4-0. Komu þau úrslit fáum er til þekkja á óvart en tvíliðapar Æskunnar vann hins vegar það afrek að sigra eina lotu gegn tvíliðapari Akurs A. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr umræddum tvíliðaleik.






Comments