Laugardagsmorgnar Æskunnar hefjast á ný laugardaginn 18. janúar. Á laugardagsmorgnum bjóðum við til leikja og íþróttaiðkunar ætlaða börnum á grunnskólaaldri og elstu leikskólabörnunum. Á fyrsta laugardagsmorgninum verður boðið uppá blak í umsjón blakkvenna félagsins. Umsjón laugardagsmorgna þennan veturinn verður einkum í höndum Þórunnar Erlingsdóttur íþróttakennara og Eirar Starradóttur en einnig munu blakkonur og borðtennisspilarar félagsins sjá um laugardagsmorgnana annað slagið. Fylgist með dagatali félagsins á heimasíðunni en þar má fylgjast með hvað er á dagskránni. |
fréttir >