fréttir‎ > ‎

Laugardagsmorgnar

posted Oct 8, 2014, 2:09 AM by Umf. Æskan
Laugardagsmorgnar hefjast þennan veturinn á laugardaginn næsta, 11. október. Á laugardagsmorgnum er lögð áhersla á hreyfingu og frjálsan leik auk þess sem kynntar eru ýmsar íþróttagreinar s.s. frjálsíþróttir, blak og borðtennis. Laugardagsmorgnar hefjast kl. 11 og lýkur um 12-leytið. Umsjón með laugardagsmorgnum hefur Þórunn Erlingsdóttir, íþróttakennari, auk þess sem einstakir morgnar verða í umsjón annarra.

Comments