fréttir‎ > ‎

Keppni hafin í Norðurlandsriðli í borðtennis

posted Nov 11, 2015, 7:22 AM by Umf. Æskan
Æskan hóf keppni í 2. deild í síðustu viku. Fyrstu andstæðingarnir voru Samherjar-C og tapaðist viðureignin 2-4. Í gærkvöldi keppti Æskan svo aftur við lið frá Samherjum og voru það Samherjar-B að þessu sinni. Náðist góður sigur 4-2 og ljóst að jöfn keppni er framundan í 2. deild norður þennan veturinn.
Alls eru 8 lið frá þremur félögum skráð til leiks í annarri deildinni, Æskan sendir eitt lið, Samherjar þrjú lið og frá Akri á Akureyri koma fjögur lið. Öll úrslit úr deildinni verða aðgengileg á vef Borðtennissambandsins

Lið Æskunnar sem sigraði Samherja B var skipað þeim: Starra Heiðmarssyni, Hjalta Þór Hreinssyni og Þorra Starrasyni.

Comments