Sunnudaginn 5. júní standsetjum við frjálsíþróttavöllinn! Slétta þarf undir nýju hástökksdýnuna og setja hana á sinn stað auk þess sem ætlunin er að útbúa pall við skúrinn þannig að hægt sé að koma fyrir markmyndavél þar. Vinnufúsar hendur velkomnar kl. 11 sunnudaginn 5. júní (svo framarlega að veður leyfi!). Æfingar sumarsins hefjast svo fimmtudaginn 9. júní og verða tvær á viku, á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 12 til 14! Meira um það síðar. |
fréttir >