fréttir‎ > ‎

Fundargerð aðalfundar 2011

posted Apr 12, 2011, 2:03 PM by Umf. Æskan
Aðalfundur Umf.Æskunnar haldinn í Valsárskóla þriðjudaginn 12. apríl 2011 kl. 20:00.

1.      Fundarsetning og kosning fundarstjóra og ritara
2.      Skýrsla formanns
3.      Lagabreytingar
4.      Ársreikningar 2010
5.      Inntaka nýrra félaga og úrsagnir
6.      Ákvörðun félagsgjalds
7.      Íþróttamaður Æskunnar
8.      Kosning stjórnar, fastanefnda og skoðunarmanna
9.      Önnur mál

1.   Starri formaður setti fundinn og stakk upp á Lindu sem fundaritara og sjálfum sér sem fundarstjóra.  Samþykkt.
2.   Skýrsla formanns  er aðgengileg í ársskýrslu UMSE.
3.   Engar lagabreytingar.
4.   Svanbjört fór yfir reikningana.  Þeir samþykktir einróma
5.   Búið er að skrá krummana (6 ára börn) í félagið eins og venjulega.  Einnig Emblu og Gabríel Goða.
6.   Tillaga um óbreytt félagsgjald þ.e. 1300 kr fyrir fullorðna og 650 fyrir börn.  Samþykkt.
7.   Eir Starradóttir er íþróttamaður Æskunnar árið 2010.  Birkir afhenti henni farandbikar.
8.   Stjórnin gefur öll kost á sér áfram og er það samþykkt.  Formaður frjálsíþróttanefndar er Sigríður Einarsdóttir.  Formaður Fjáröflunarnefndar er Inga M. Árnadóttir.  Formaður boltanefndar er Arnór Jónsson.  Formaður skáknefndar er Linda Stefánsdóttir.  Skoðunarmaður reikninga er Halldór Arinbjarnarson.
9.    a)  Birkir Stefánsson ávarpaði fundinn og bar kveðjur frá UMSE.  
b) Edda Línberg og Svala Einarsdóttir valdar sem tengiliðir Reitsins.
           c) Bréf frá UMSE þar sem óskað er eftir tilnefningum í ýmsar nefndir hjá UMSE.  Starri er til í framkvæmdanefnd Meistaramóts Íslands 15-22 ára í frjálsíþróttum 2011.

Fundi slitið kl. 21:00
Comments