fréttir‎ > ‎

Frjálsíþróttaæfingar sumarið 2103

posted Jun 11, 2013, 1:34 AM by Umf. Æskan

Umsjón með frjálsíþróttaæfingum hefur Þórunn Erlingsdóttir, íþróttakennari og frjálsíþróttaþjálfari og verður Eir Starradóttir henni til aðstoðar. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá 13:00 til 14:30 og eru öllum opnar og að þessu sinni verður foreldrum boðið að æfa frítt með börnum sínum. Æfingagjöld eru 9000 kr fyrir allt sumarið en stakur mánuður kostar 4000 kr. Séu æfingagjöldin greidd fyrir júnílok kostar sumarið 8000 kr. Veittur er 50% systkinaafsláttur fyrir annað og þriðja systkini en fjórða systkini og þaðan af fleiri æfa frítt! 

Æfingagjöldin má greiða inná reikning U.M.F. Æskunnar, 0162-26-75055 kt 581088-3109. Vinsamlegast sendið kvittun á netfang gjaldkera, svanbjort@hotmail.com. Að sjálfsögðu kostar ekkert að prufa frjálsíþróttirnar í viku eða tvær.
Comments