fréttir‎ > ‎

Frjálsíþróttaæfingar komnar á fullt

posted Jun 14, 2011, 3:54 PM by Umf. Æskan
Æfingar hófust þetta sumarið (sé það komið!!) fimmtudaginn 9. júní. Aftur var æft á annan dag hvítasunnu, þann 13. júní en vegna þurrkleysis var hástökksdýnan nýja geymd til næstu æfingar. Hins vegar var spjótkast og boltakast æft af kappi líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum. Næsta æfing er á fimmtudaginn 16. júní og þá verður vonandi veður til að nýta nýju dýnuna! Hvetjum áhugasama til að taka þátt en frjálsíþróttaæfingar eru á mánudögum og fimmtudögum frá 13 til 15 (til 14 fyrir yngri börnin)
 
Comments