fréttir‎ > ‎

Frjálsíþróttaæfingar hefjast

posted Jun 8, 2016, 1:02 PM by Umf. Æskan
Frjálsíþróttaæfingar á vegum Æskunnar hefjast þriðjudaginn 14. júní kl. 13:00 og er um klukkutíma langar æfingar að ræða. Þjálfari til að byrja með verður Unnar Vilhjálmsson sem er þrautreyndur frjálsíþróttaþjálfari. Bjarki Gíslason mun síðan taka við af Unnari í júlí og verður út sumarið. Fyrst í stað verður ein æfing í viku en líklega mun þeim fjölga í tvær í júlí. Æfingarnar eru opnar öllum 6 ára og eldri og eru gjaldfrjálsar þökk sé myndarlegum styrk Kjarnafæðis til félagsins.
Comments