Sleggjukastarinn Eir Starradóttir bætti sig í kvöld á frjálsíþróttamóti í Kaplakrika í kvöld. Lengsta kast Eirar var 49,58 m en kastsería hennar var afar flott, af fjórum gildum köstum var ekkert styttra en 47 metrar. Með þessari bætingu hefur Eir bætt sig um 6 metra og 7 cm á þessu vori og von til að hún komist yfir 50 metra múrinn fljótlega. Með þessu kasti er Eir komin í 6. sæti á afrekalista yfir sleggjukast kvenna á Íslandi og verður spennandi að fylgjast með henni í sumar. Úrslit á mótinu má sjá hér. |
fréttir >