fréttir‎ > ‎

Eir frjálsíþróttamaður UMSE

posted Mar 16, 2013, 1:33 PM by Umf. Æskan   [ updated Mar 19, 2013, 12:57 PM ]
Á ársþingi UMSE sem haldið var í Valsárskóla í dag var Eir Starradóttir heiðruð sem frjálsíþróttamaður UMSE árið 2012. Eir náði ágætum árangri á árinu, hún varð íslandsmeistari í sleggjukasti í flokki 16-17 ára á MÍ sem haldið var á Höfn í Hornafirði. Þar kastaði hún 3 kg sleggju 45,11 m sem er nálægt hennar besta árangri með 3 kg sleggju.
Hér má sjá Eir taka við viðurkenningu sem frjálsíþróttamaður UMSE úr hendi Þorgerðar Guðmundsdóttur, formanns frjálsíþróttanefndar UMSE.

Á ársþinginu voru einnig tveir Æskufélagar sæmdir starfsmerki UMSE fyrir vel unnin störf en það voru þeir Starri Heiðmarsson og Birkir Örn Stefánsson.

Óskar Þór Vilhjálmsson gerir sig líklegan til að næla starfsmerki UMSE í peysuboðung Birkis Arnar Stefánssonar.

Hér hengir loks Óskar Þór starfsmerkið í Starra.
Myndirnar af Birki Erni og Starra tók Edda Kamilla Örnólfsdóttir.


Comments