fréttir‎ > ‎

Einar Hákon íþróttamaður Æskunnar 2011

posted May 24, 2012, 1:43 PM by Umf. Æskan
Á aðalfundi Æskunnar þann 23. maí var lýst kjöri Íþróttamanns Æskunnar fyrir árið 2011. Að þessu sinni var kjörinn Einar Hákon Jónsson en hann stóð sig vel á árinu og sýndi góða ástund. Helsti árangur Einars Hákons á árinu 2011 var:
Íslandsmeistaratitill í stangarstökki í flokki 16-17 ára og silfurverðlaun í flokki 15 ára í hástökki og bronsverðlaun í flokki 15 ára í  300 m grind og spjótkasti. Á aldursflokkamóti UMSE sigraði hann í: 100 m, hástökki, langstökki, kúluvarpi og spjótkasti.

Einar Hákon, Íþróttamaður Æskunnar 2011

Comments