Íþróttadagur Æskunnar verður haldinn sunnudaginn 26. ágúst og hefst klukkan 11 á íþróttavellinum Svalbarðseyri. Skráning kl. 10:30-11:00. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 6 ára og yngri: 60m boltakast 7-9 ára 60m boltakast langstökk 10-12 ára 100 m spjótkast langstökk hástökk 13-15 ára 100 m spjótkast langstökk hástökk kúluvarp 16 ára og eldri Eftir óskum þátttakenda
Að venju verður sjoppan opin. Allir 12 ára og yngri þátttakendur hljóta viðurkenningu, þá eru veitt verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti í flokkum 10-12 ára og 13-15 ára. Að lokinni keppni allra yngstu þátttakendanna verður andspyrnudeild félagsins með kynningu! Æskan þakkar Kjarnafæði stuðninginn við Æskudaginn 2012! Stjórn Æskunnar
Líkt og undanfarin ár verður Kvenfélag Svalbarðsstrandar með kaffisölu á Æskudeginum. |
fréttir >