fréttir‎ > ‎

Byrsmót UFA

posted Mar 10, 2011, 2:54 AM by Umf. Æskan
Laugardaginn 12. mars heldur UFA Byrsmótið í frjálsum íþróttum í Boganum. Mótið hefst kl. 11:00 (nema hvað stangarstökkvarar hefja keppni 10:30). Þeir Æskufélagar sem vilja taka þátt eru beðnir að skila skráningu annað hvort til Ara þjálfara eða til Æskunnar (aeskan@umse.is) fyrir kl. 11:00 föstudaginn 11. mars.
Æskan tekur þátt í mótsgjaldi þátttakenda og greiðir 1000 kr þannig að þátttaka er ókeypis fyrir 9 ára og yngri en greiða þarf 1000 kr fyrir 10 ára og eldri. Að mótinu loknu er keppendum boðið til flatbökuveislu í Hamri.
Keppt verður í eftirtöldum aldursflokkum og greinum á mótinu:
9 ára og yngri: Kid's Athletics (hefst um 15:00)
10-11 ára: 60m, 600m, langstökk, skutlukast og 4*200m boðhlaup
12-13 ára: 60m, 600m, langstökk, hástökk, kúla, skutlukast og 4*200m boðhlaup
14-15 ára: 60m, 600m, langstökk, hástökk, kúla og 4*200m
16 ára og eldri: 60m, 600m, langstökk, stangarstökk, kúla, hástökk og 4*200m
Comments