Miðvikudaginn 20. júní hefst Bústólpamót UMSE og verður keppt á Æskuvelli. Keppnisgreinar þetta fyrra kvöld mótsins, en því verður svo framhaldið þriðjudaginn 26. júní á Dalvík, verða boltakast, hástökk og spretthlaup. Í flokki 9 ára og yngri verður keppt í 60 m hlaupi og boltakasti. Í flokki 10-11 ára verður keppt í 60 m hlaupi og boltakasti. Í flokki 12-13 ára verður keppt í 60 m hlaupi og hástökki. Í flokki 14-15 ára verður keppt í 100 m hlaupi og hástökki. Í flokki 16 ára og eldri verður keppt í 100 m hlaupi og hástökki. Þátttöku má tilkynna þjálfara á æfingu þriðjudaginn 19. júní en einnig má senda póst á Æskuna, aeskan (hjá) umse.is. |
fréttir >