fréttir‎ > ‎

Bústólpamót UMSE

posted Jun 18, 2011, 1:38 AM by Umf. Æskan
Þriðjudaginn 21. og miðvikudaginn 22. júní n.k. verður Bústólpamót UMSE haldið á Þórsvelli, Akureyri. Keppni hefst kl. 18:00 á þriðjudaginn og 18:30 á miðvikudaginn. Upplýsingar um keppnisgreinar á mótinu eru í mótaforriti FRÍ. Skráningar á mótið má senda á netfang félagsins (aeskan@umse.is). Við þurfum einnig nokkra starfsmenn á mótið.
Comments