Mánudaginn 28. janúar stóð Æskan fyrir borðtenniskynningu í Valsárskóla. Bjarni Þ. Bjarnason, landsliðsþjálfari í borðtennis, kom og sá um kynninguna og sýndu margir þátttakenda ágætis tilþrif. Bjarni kom inn í íþróttatímana og fengu því allir nemendur skólans að kynnast íþróttinni. Í framhaldinu hyggst Æskan standa fyrir borðtennisæfingum eftir skóla á mánu- og föstudögum, kl. 13:30-14:30 og munu stjórnarmennirnir Starri Heiðmarsson og Linda Stefánsdóttir sjá um æfingarnar til að byrja með. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á kynningu Bjarna. |
fréttir >