fréttir‎ > ‎

Borðtennisæfingabúðir

posted Sep 15, 2015, 9:07 AM by Umf. Æskan   [ updated Sep 15, 2015, 9:08 AM ]
Um næstu helgi verða borðtennisæfingabúðir haldnar að Hrafnagili. Æfingabúðirnar hefjast kl. 13:00 bæði á laugardag og sunnudag og eru ætlaðar öllum aldursflokkum og bæði byrjendum og lengra komnum. Þátttökugjald er 2000 kr. en Æskan býður þátttakendum af sínu félagssvæði í æfingabúðirnar og greiðir gjaldið fyrir þá sem taka þátt. Hægt er að skrá sig á staðnum eða hjá Starra (aeskan@umse.is).

Comments