fréttir‎ > ‎

Æskufélagar heiðraðir af UMFÍ

posted Mar 13, 2015, 8:09 AM by Umf. Æskan
Á ársþingi UMSE 12. mars 2015 voru tveir félagar Æskunnar heiðraðir af UMFÍ. 

Stefán Sveinbjörnsson var sæmdur starfsmerki UMFÍ og má hér að neðan sjá Stefán taka við merkinu sem Haukur Valtýsson, varaformaður UMFÍ afhenti honum. Stefán hefur lengi verið virkur innan ungmennafélagshreyfingarinnar, hann er fyrrum formaður Æskunnar og hefur keppt á fjölmörgum landsmótum, síðari ár í bridds. Myndina tók Þorsteinn Marinósson og er hún fengin af vef UMSE.

Hringur Hreinsson var sæmdur gullmerki UMFÍ og sést hér Hringur taka við merkinu frá Hauki Valtýssyni. Hringur á að baki langt og farsælt starf innan ungmennafélagshreyfingarinnar og sat lengi í stjórn UMSE auk þess sem Hringur sat í stjórn UMFÍ í fjölmörg ár, síðast 2009. Myndina tók Þorsteinn Marinósson og er hún fengin af vef UMSE.



Comments