fréttir‎ > ‎

Æskudagurinn 5. september

posted Sep 4, 2015, 6:51 AM by Umf. Æskan

Íþróttadagur Æskunnar verður haldinn laugardaginn 5. september og hefst klukkan 11 á íþróttavellinum Svalbarðseyri. Skráning verður kl. 10:30-11:00.

Keppt verður í eftirtöldum greinum:

6 ára og yngri:         60m   boltakast

7-9 ára:                     60m   boltakast      langstökk

10-12 ára:                100m spjótkast       langstökk      hástökk

13-15 ára:                100m spjótkast       langstökk      hástökk

 

Keppni í eldri flokkum og fleiri greinum verður eftir óskum þátttakenda.

Allir 15 ára og yngri þátttakendur hljóta viðurkenningu. Pylsur og safi verða svo til sölu í sjoppunni þegar yngstu keppendur hafa lokið keppni.

 

Eins og undanfarin ár verður kvenfélagið með kaffisölu en sökum uppskerubrests verður enginn haustmarkaður að þessu sinni en þeim mun flottari kökubasar með öllu því besta frá kvenfélagskonum.

Þetta má enginn láta fram hjá sér fara.

 

Kveðja frá U.M.F. Æskunni og kvenfélaginu.

 

Comments