fréttir‎ > ‎

Æskudagur 2011 tókst vel

posted Sep 4, 2011, 2:13 AM by Umf. Æskan
Æskudagurinn 2011 tókst ágætlega. Ungir og aldnir Æskufélagar ásamt gestum reyndu með sér í ýmsum greinum frjálsra íþrótta. 
Líkt og undanfarin ár þá hélt Kvenfélag Svalbarðsstrandar uppskerudag samhliða Æskudeginum. Yngstu þátttakendunum var svo boðið í hoppukastala að lokinni keppni.
Hér má sjá nokkrar myndir af keppendum í spjótkasti 10-12 ára stráka.
   

Spennandi keppni var í kúluvarpi hjá stúlkum.


Æskan þakkar öllum sem komu að Æskudeginum og aðstoðu við framkvæmd Æskudagsins. Félagið vill sérstaklega þakka Landsbankanum og Kjarnafæði fyrir að styrkja félagið til að standa myndarlega að deginum!
Comments