fréttir‎ > ‎

Æfingabúðir í borðtennis

posted Nov 23, 2014, 10:05 AM by Umf. Æskan
Helgina 29. og 30. nóvember halda UMSE og BTÍ æfingabúðir með hjálp umf. Samherja í Eyjafjarðarsveit. Æfingabúðirnar verða haldnar að Hrafnagili og hefjast kl. 9:00 laugardaginn 29.  nóvember. Æfingabúðunum er skipt í þrjár lotur, fyrsta lotan 9-12 á laugardagsmorgni, önnur 14-17 sama dag og svo þriðja lotan á sunnudagsmorgni, 9-12. Opið borðtennismót verður siðan haldið kl. 13:00 sunnudaginn 30. nóvember.
Þátttaka í æfingabúðunum er ókeypis og öllum heimil en gott er að væntanlegir þátttakendur skrái sig hjá formanni Æskunnar.
Comments