fréttir‎ > ‎

1. maí hlaup UFA

posted Apr 29, 2014, 2:14 AM by Umf. Æskan
Næstkomandi fimmtudag, 1. maí, heldur UFA almennings- og skólahlaup. Löng hefð er fyrir góðri þátttöku nemenda í Valsárskóla í hlaupinu og fyrir nokkrum árum unnu nemendur skólans þátttökubikar hlaupsins nokkur ár í röð t.d. 2004 og 2005.
Formaður Æskunnar hvetur nemendur Valsárskóla til þátttöku í 1. maí hlaupi UFA, veðurspáin er nokkuð hagstæð. Hægt er að skrá sig í hlaupið í Sportveri, Glerártorgi í dag, þriðjudag og á morgun miðvikudag frá kl. 14 báða dagana. Einnig er hægt að skrá sig að morgni hlaupadags en þá hækkar þátttökugjaldið. Frekari upplýsingar má sækja á heimasíðu UFA.
Comments