fréttir
Sumarstarfið að hefjast
Eftir strembin vetur eigum við von á góðu sumri norðanlands! Æskan býður grunnskólanemum og elsta árgangi leikskólans ókeypis frjálsíþróttaæfingar í sumar. Verða frjálsíþróttaæfingarnar á Æskuvellinum, tvisvar í viku á mánu- og miðvikudögum kl. 17:00-18:00. Þjálfarar í sumar verða Eir Starradóttir og Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir. Einnig mun félagið standa fyrir borðtennisæfingum tvisvar í viku í Valsárskóla. Borðtennisæfingarnar eru í samstarfi við íþróttafélagið Akur á Akureyri og verður Markus Meckl yfirþjálfari. Borðtennisinn hefst þriðjudaginn 16. júní og verða þær æfingar á þriðju- og fimmtudögum kl. 17:00-18:30. |
Glæsileg bæting hjá Eir
Sleggjukastarinn Eir Starradóttir náði að kasta sleggjunni yfir 50 metra í fyrsta skipti á móti í Kaplakrika í gær, laugardaginn 11. júní. Besta kast Eirar mældist 51,11. |
Frjálsíþróttaæfingar hefjast
Frjálsíþróttaæfingar á vegum Æskunnar hefjast þriðjudaginn 14. júní kl. 13:00 og er um klukkutíma langar æfingar að ræða. Þjálfari til að byrja með verður Unnar Vilhjálmsson sem er þrautreyndur frjálsíþróttaþjálfari. Bjarki Gíslason mun síðan taka við af Unnari í júlí og verður út sumarið. Fyrst í stað verður ein æfing í viku en líklega mun þeim fjölga í tvær í júlí. Æfingarnar eru opnar öllum 6 ára og eldri og eru gjaldfrjálsar þökk sé myndarlegum styrk Kjarnafæðis til félagsins. |
Aðalfundur í kvöld
Aðalfundur umf. Æskunnar verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 31. maí, í Valsárskóla. Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundarstörf og eru félagar hvattir til að fjölmenna á fundinn. Nýir félagar velkomnir. Sérstaklega eru foreldrar barna og unglinga hvattir til að mæta á fundinn og koma sínum sjónarmiðum á framfæri er varða sumarstarf félagsins. Funduri!!nn hefst kl. 20:15! |
Tap gegn Akri D
Borðtennislið Æskunnar lék sinn þriðja leik í norðurlandsriðli 2. deildar Íslandsmótsins í dag. Þrátt fyrir hetjulega baráttu tapaðist leikurinn með minnsta mun, 4-3, og hefur Æskan því tapað tveimur leikjum en unnið einn að loknum þremur umferðum í norðurlandsdeildinni. Lið Æskunnar í dag var skipað þeim Máney Sveinsdóttur, Starra Heiðmarssyni og Lindu Stefánsdóttur. |
Þorri með silfur
Aldursflokkamót í borðtennis fór fram á vegum Samherja að Hrafnagili sunnudaginn 15. nóvember. Umf. Æskan átti einn fulltrúa á mótinu, Þorra Starrason sem vann silfurverðalaun í flokki 16-18 ára. Þátttaka var góð á mótinu sem heppnaðist með afbrigðum vel og óhætt að hrósa Samherjum fyrir framkvæmdina og frumkvæðið. |
Keppni hafin í Norðurlandsriðli í borðtennis
Æskan hóf keppni í 2. deild í síðustu viku. Fyrstu andstæðingarnir voru Samherjar-C og tapaðist viðureignin 2-4. Í gærkvöldi keppti Æskan svo aftur við lið frá Samherjum og voru það Samherjar-B að þessu sinni. Náðist góður sigur 4-2 og ljóst að jöfn keppni er framundan í 2. deild norður þennan veturinn. Alls eru 8 lið frá þremur félögum skráð til leiks í annarri deildinni, Æskan sendir eitt lið, Samherjar þrjú lið og frá Akri á Akureyri koma fjögur lið. Öll úrslit úr deildinni verða aðgengileg á vef Borðtennissambandsins. Lið Æskunnar sem sigraði Samherja B var skipað þeim: Starra Heiðmarssyni, Hjalta Þór Hreinssyni og Þorra Starrasyni. |
Borðtennismót fyrir börn og unglinga
Umf. Samherji heldur borðtennismót sunnudaginn 15. nóvember n.k. að Hrafnagili. Laugardaginn 14. nóvember verða haldnar æfingabúðir að Hrafnagili og kostar ekkert að taka þátt. Nánari upplýsingar. í meðfylgjandi skjali. |
Borðtennisæfingabúðir
Um næstu helgi verða borðtennisæfingabúðir haldnar að Hrafnagili. Æfingabúðirnar hefjast kl. 13:00 bæði á laugardag og sunnudag og eru ætlaðar öllum aldursflokkum og bæði byrjendum og lengra komnum. Þátttökugjald er 2000 kr. en Æskan býður þátttakendum af sínu félagssvæði í æfingabúðirnar og greiðir gjaldið fyrir þá sem taka þátt. Hægt er að skrá sig á staðnum eða hjá Starra (aeskan@umse.is). |
Æskudagurinn 5. september
Íþróttadagur Æskunnar verður haldinn laugardaginn 5. september og hefst klukkan 11 á íþróttavellinum Svalbarðseyri. Skráning verður kl. 10:30-11:00. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 6 ára og yngri: 60m boltakast 7-9 ára: 60m boltakast langstökk 10-12 ára: 100m spjótkast langstökk hástökk 13-15 ára: 100m spjótkast langstökk hástökk
Keppni í eldri flokkum og fleiri greinum verður eftir óskum þátttakenda. Allir 15 ára og yngri þátttakendur hljóta viðurkenningu. Pylsur og safi verða svo til sölu í sjoppunni þegar yngstu keppendur hafa lokið keppni.
Eins og undanfarin ár verður kvenfélagið með kaffisölu en sökum uppskerubrests verður enginn haustmarkaður að þessu sinni en þeim mun flottari kökubasar með öllu því besta frá kvenfélagskonum. Þetta má enginn láta fram hjá sér fara.
Kveðja frá U.M.F. Æskunni og kvenfélaginu.
|