Starfsskýrsla u.m.f. Æskunnar 2009
Stjórn Æskunnar árið 2009 skipuðu Birkir Örn Stefánsson, Svanbjört Brynja Bjarkadóttir, Edda Línberg Kristjánsdóttir, Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir og Valborg Stefanía Karlsdóttir.
Starfsemi félagsins á árinu var með hefðbundnu sniði. Frjálsíþróttaæfingar á vegum félagsins voru haldnar tvisvar í viku og voru þær vel sóttar enda æfingaraðstaða félagsins með besta móti eftir nýlegar endurbætur. Frjálsíþróttaþjálfari var, líkt og undanfarin ár, Edda Línberg Kristjánsdóttir, íþróttakennari, og naut hún aðstoðar Eirar Starradóttir. Frjálsíþróttafólk félagsins tók svo þátt í fjölda móta bæði innan UMSE sem fulltrúar Æskunnar og á landsvísu sem fulltrúar UMSE. Þar stóð unga fólkið sig með prýði, m.a. með liðinu sem vann stigabikar á MÍ 11-14 ára svo eftirminnilega. Einnig má nefna tvö Íslandsmet Eirar Starradóttir í sleggjukasti með 3 og 4 kg. Sleggju. Þann 28. júlí á 7. bætingarmóti UMSE/UFA kastaði hún 37,90 m með 3 kg sleggju og stendur það met enn, 4 kg metið var hinsvegar slegið síðar á árinu 2009 af öðrum kastara.
Fótboltaæfingar voru haldnar fyrir 12 ára og yngri undir stjórn Þóris Stefánssonar. Sá hópur tók þátt í hraðmóti UMSE í yngriflokkum í sameinuðu liði með Þorsteini Svörfuði og sýndu þau lipra takta. Einnig var haldið úti einni æfingu í viku fyrir eldri fótboltaiðkendur yfir sumartímann auk körfubolta yfir vetrartímann. Eldri fótboltaiðkendurnir tóku einnig þátt í hraðmóti UMSE og enduðu þar í 2. sæti. Síðan tók stór hópur úr körfuboltahópnum þátt í Landsmóti UMFÍ þar sem liðið stóð sig með ágætum.
Einnig voru stundaðar hugaríþróttir og var grunnskólanemum boðið uppá skákkennslu undir leiðsögn Hjörleifs Halldórssonar yfir vetrartímann í samstarfi við Valsárskóla.
Í september var Æskudagurinn haldinn og líkt og undanfarin ár nutum við liðsinnis kvenfélagsins við skipulagningu dagsins. Buðu kvenfélagskonur upp á kaffi auk þess sem sölutjöld voru opin. Tókst dagurinn vel til þrátt fyrir kuldakast og slagviðri og þökkum við ungmennafélagar kvenfélaginu fyrir samstarfið sem hefur verið til fyrirmyndar undanfarin ár.
Fyrir hönd stjórnar
Birkir Örn Stefánsson, formaður |
Ársskýrslur >