Ársskýrslur‎ > ‎

2005

posted Dec 20, 2010, 1:25 PM by Þorvaldsdalsskokk UMSE   [ updated Jan 5, 2011, 12:02 PM ]

Starfsskýrsla u.m.f. Æskunnar 2005.

 

Aðalfundur félagsins var haldin í Valsárskóla 14. apríl 2005. Ein breyting varð á stjórn félagsins en Birkir Örn Stefánsson kom í stað Gunnars Inga Ómarssonar sem meðstjórnandi. Aðrir í stjórn eru: Starri Heiðmarsson formaður, Halldór Arinbjarnarson gjaldkeri, Ólöf Gústafsdóttir ritari og Svala Einarsdóttir meðstjórnandi. Á fundinum var lýst kjöri íþróttamanns Æskunnar en þann titil hlaut að þessu sinni Ólöf Línberg Kristjánsdóttir. Í 2. sæti varð Sveinbjörg Jana Aðalsteinsdóttir og Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir í því þriðja.

Starfsemi félagsins á liðnu ári var með hefðbundnu sniði. Síðastliðið vor var boðið uppá sundnámskeið fyrir yngri börnin undir leiðsögn Hrafnhildar Guðjónsdóttur líkt og undanfarin ár.

Frjálsíþróttaæfingar á vegum félagsins voru haldnar tvisvar í viku yfir sumarið og voru þær vel sóttar af yngri krökkunum. Frjálsíþróttaþjálfari var Hólmfríður Jóhannsdóttir íþróttakennari en Svanhildur Anna Árnadóttir var henni til aðstoðar. Frjálsíþróttafólk félagsins tók svo þátt í nokkrum mótum og stóð sig með prýði, m.a. tókst hlaupurum félagsins á ýmsum aldri að vinna Bændadagshlaupið líkt og nokkur undanfarin ár.  Fótboltaæfingar voru haldnar fyrir 12 ára og yngri undir stjórn Árna Stefánssonar og Gunnars Björns Jónssonar, líkt og síðasta sumar, og voru þær vel sóttar.

Snemma í september var Æskudagurinn haldinn og líkt og síðasta sumar þá kom kvenfélagið að deginum þannig að um íþrótta-, uppskeru- og markaðsdag var að ræða. Heppnaðist Æskudagurinn mjög vel.

Í desember byrjaði félagið að bjóða skólakrökkum Valsárskóla til Íþróttamorgna á laugardögum. Þar er boðið uppá ýmsa leiki auk þess sem frjálsar íþróttir gegna veigamiklu hlutverki sem og skák.

 

                                                           Fyrir hönd stjórnar

 

                                                           Starri Heiðmarsson formaður

Comments