Ársskýrslur‎ > ‎

2002

posted Dec 26, 2010, 5:50 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE   [ updated Jan 5, 2011, 12:02 PM ]

Ársskýrsla U.M.F.Æskunnar 2002

Aðalfundur haldinn 14. Mars og stjórnin gaf kost á sér áfram, hana skipa:

Formaður: Svala Einarsdóttir

Gjaldkeri: Árni Konráð Bjarnason

Ritari: Ólöf Gústafsdóttir

Meðstjórnendur: Gunnar Ingi Ómarsson og Tryggvi Sturla Stefánsson.

Á aðalfundi voru kjörnir Íþróttamenn Æskunnar

1. sæti: Birkir Örn Stefánsson

2. sæti: Svanhildur Anna Árnadóttir

3. sæti: Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir

Síðastliðið ár hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin ár og lítið um nýjungar. Við höfum verið svo heppin að hafa sama þjálfarann áfram og þar af leiðandi hefur starf félagsins gengið mjög vel. Hrafnhildur hefur séð um frjálsíþróttaæfingar og sundnámskeið. Síðastliðið vor var tekin upp sú nýbreytni að hafa sundnámskeið fyrir skólabörn auk þess sem 5 og 6 ára börn ú leikskólanum fengu sundnámskeið sem hefur verið venjan undanfarin ár. Mikil þátttaka á sundnámskeiðinu sem og í frjálsum hjá yngri hópnum. Frjálsíþróttafólk okkar sýndi mjög góðan árangur á síðasta ári og eigum við nokkra verðlaunahafa á landsvísu.

Síðastliðið sumar voru einnig fótboltaæfingar í umsjá Tryggva Stefánssonar og gengu þær með ágætum.

Í haust var svo Æskudagurinn haldinn hátíðlegur og fór í alla staði vel fram eins og oft áður.

Hafist var handa við að klára hlaupabrautina í haust og fer sú vinna enn fram.

                                                                              f.h. U.M.F. Æskunnar

                                                                              Svala Einarsdóttir formaður

Comments