Ársskýrslur‎ > ‎

2001

posted Dec 26, 2010, 5:50 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE   [ updated Jan 5, 2011, 11:56 AM ]

Ársskýrsla U.M.F.Æskunnar 2001

Aðalfundur haldinn í apríl í Valsárskóla.

Mannabreytingar urðu í stjórn og hana skipa:

Svala Einarsdóttir formaður

Árni Konráð Bjarnason gjaldkeri

Ólöf Gústafsdóttir ritari

Gunnar Ingi Ómarsson meðstjórnandi

Tryggvi Sturla Stefánsson meðstjórnandi.

Veittar voru viðurkenningar fyrir stigahæstu íþróttamenn Æskunnar ársins 1999 á UMSE-mótum

1. sæti: Birkir Örn Stefánsson

2. sæti: Svanhildur Anna Árnadóttir

3. sæti: Sigrún Guðbrandsdóttir

Aðaláhersla ungmennafélagsins undanfarin ár hefur verið lögð á frjálsar íþróttir. Við höfum verið svo heppin að Hrafnhildur Guðjónsdóttir þjálfari hefur verið hjá okkur undanfarin ár og verið búsett á svæðinu og með góðu samstarfi milli stjórnar og hennar hefur starf ungmennafélagsins gengið eins og smurt. Skólakrökkunum var boðið upp á frjálsíþróttaæfingar 1-2 x í viku í íþróttahúsinu yfir veturinn og yfir sumartímann voru æfingar 3svar í viku. Haldinn var íþróttaskóli innanhúss fyrir þrjá elstu árgangana í leikskólanum, með vorinu var tveimur elstu árgöngunum boðið upp á sundnámskeið og í sumar var leikjanámsekið fyrir sama hóp sem stóð í 2 vikur. Í byrjun sumars voru keypt ný fótboltamörk sem henta betur yngri hópunum og gerðum við tilraun með það að vera með fótboltaæfingar fyrir 12 ára og yngri. Þar er mikill áhugi til staðar og vonandi getur verið framhald þar á. Þegar skólinn byrjaði færðust frjálsíþróttaæfingar fyrir skólakrakkana aftur inn í sal.

Æskan átti fulltrúa á öllum mótum á vegum UMSE á árinu og stóðu þau sig með prýði. Einnig fóru einstaklingar frá okkur á Unglingalandsmót, Meistaramót og önnur mót og kepptu þar undir merkjum UMSE og voru að standa sig mjög vel. Æskufólk á öllum aldri mætti á Aldursflokkaskipt-Héraðsmót á Dalvík og var ánægjulegt að sjá hversu margir foreldrar komu með, gistu og tóku þátt í leikjum. Þetta er eitthvað sem verður að viðhalda og halda áfram að þróa. Í lok sumarvertíðarinnar var hinn árlegi Æskudagur haldinn og um leið var haldið upp á 90 ára afmæli Ungmennafélagsins Æskunnar. Dagurinn var góður i alla staði, margir mættir til að vera með og voru pylsur og drykkur í boði Æskunnar í tilefni afmælisins.

Æskan tók þátt í þeirri fjáröflun sem fór fram á vegum UMSE s.s. blómasölu og jólakortasölu og gekk vel.

                                                                              Fyrir hönd stjórnar Ungmennafélagsins Æskunnar

                                                                              Svala Einarsdóttir 

Comments