Ársskýrslur‎ > ‎

2000

posted Dec 26, 2010, 5:49 AM by Þorvaldsdalsskokk UMSE   [ updated Feb 1, 2012, 8:03 AM by Umf. Æskan ]

Ársskýrsla U.M.F.Æskunnar 2000

Starf ungmennafélagsins var með mjög hefðbundnu sniði þetta árið eins og undanfarin ár.

Aðalfundur félagsins  var haldinn í mars og situr stjórn félagsins óbreytt.

Mannabreytingar urðu í stjórn og hana skipa:

Svala Einarsdóttir formaður, Árni Konráð Bjarnason gjaldkeri, Hanna Dóra Ingadóttir ritari, Sigríður Jónsdóttir og Tryggvi Stefánsson meðstjórnendur.

Íþróttamenn Ungmennafélagsins Æskunnar voru kjörnir: 1. Birkir Örn Stefánsson, 2.: Svanhildur Anna Árnadóttir, 3. Sigrún Guðbrandsdóttir

Í maí fór fram sundnámskeið fyrir börn fædd ´94 og ´95 og var það vel sótt að vanda. Hrafnhildur Guðjónsdóttir var þar leiðbeinandi. Sá hún einnig um frjálsíþróttaæfingar á vegum félagsins sem hófust í byrjun júní. Voru æfingar 3 í viku og tveir aldursflokkar, einnig fengu börn fædd ´94 og ´95 að sækja þessar æfingar þar sem ekki var hægt að halda leikjanámskeið. Sumarstarfið endaði síðan á okkar hefðbundna Æskudegi sem var mjög skemmtilegur eins og svo oft áður og var mjög góð mæting. Þegar tók að hausta færðum við okkur inn í hús og þá byrjuðu íþróttatímar í umsjá Hrafnhildar, þar er stórkostleg þátttaka, sérstaklega í yngsta flokknum.

Nú í byrjun mars hefst síðan íþróttaskóli fyrir börn fædd ´94-´97 og eru þeir einnig í umsjá Hrafnhildar og virðist þátttaka þar ætla að verða góð.

Blakkonur á Svalbarðsströnd (undir verndarvæng Æskunnar) fengu nýjan þjálfara í haust, Gunnar Garðarsson, og stefnt er á Öldungamót í blaki fyrir 30 ára og eldri.

Æskan sendi keppendur á öll frjálsíþróttamót sem haldin voru á vegum UMSE og stóðu þeir sig mjög vel.

Enn voru framkvæmdir á íþróttavellinum hjá Ungmennafélaginu og í ár var aðallega farið í að klára frágang eftir fyrri framkvæmdir s.s. áhorfendasvæði.

                                                                              Fyrir hönd Ungmennafélagsins

                                                                              Svala Einarsdóttir 

Comments