Æskan - forsaga‎ > ‎sögubrot‎ > ‎

Fyrstu lög Æskunnar

posted Dec 19, 2010, 2:35 PM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Fyrstu lög félagsins

 

1.    gr              Félagið heitir Æskan

2.    gr              Tilgangur félagsins er að koma saman til æfinga í því að ræða ýmis málefni og einnig til þess að skemmta sér á ýmsan hátt.

3.    gr              Í félagið mega eigi ganga eldri drengir en 16 ára og ekki yngri en 8 ára.

4.    gr              Engar stúlkur skulu vera í félaginu.

5.    gr              Allir fundarmenn verða að tala í hverju málefni, sem á fund koma.

Árið 1903 var samþykkt að félagsmenn greiði 10 aura félagsgjald á ári. Hélst það óbreytt meðan félagssvæðið voru fjórir bæir.

              Þá kom fram tillaga um að taka konur í félagið, en hún var felld. Ári síðar eða 15/5 1904 var samþykkt að konur hefðu aðgang að félaginu, jafnt og karlmenn. Síðan hefur ríkt jafnrétti kynjanna í félagsskapnum.

Comments