Æskan - 100 ár‎ > ‎100 ára saga‎ > ‎

Umf. Æskan stofnuð

posted Dec 19, 2010, 3:05 PM by Þorvaldsdalsskokk UMSE

Á aðalfundi Æskufélagsins þann 16. janúar 1910 flutti Aðalheiður Baldvinsdóttir á Veigastöðum það mál: Hvort félagið vildi ekki breyta sér í ungmennafélag fyrir alla í sveitinni? Þetta samþykkti fundurinn.

Aðalheiður hafði unnið á Akureyri og kynnst störfum Ungmennafélags Akureyrar, sem þá stóð með blóma. Um þetta leyti ,veturinn 1910, var unglingaskóli á Efri Dálkstöðum. Æskufélagarnir af framströndinni hreyfðu því við skólasystkini sín, hvort þau vildu ekki að stofnað yrði ungmennafélag fyrir alla sveitina, samanber ályktun aðalfundar Æskunnar.

Unglingarnir hrifust af hugmyndinni. Vildu ganga í félag, ræða áhugamál sín og vinna að framgangi þeirra. Temja sér fundarsköp og fagna meðferð móðurmálsins í ræðu og riti.

Á fundi Æskunnar, sem haldinn var á Meyjarhóli 7. mars 1910 og boðaður var unglingum allrar sveitarinnar, var félaginu breytt í Ungmennafélagið Æskun, sem félag ungmenna sveitarinnar allrar að meðtöldum Víkum. Meðlimir urðu þá þegar 40.

             

Stjórn félagsins:

Ákveðið var að stjórn Æskufélagsins starfaði áfram til aðalfundar U.M.F. Æskunnar, en í henni voru:

              Ferdinand Kristjánsson                            Meyjarhóli              Formaður

              Aðalsteinn Halldórsson                            Geldingsá              Gjaldkeri

              Tryggvi Kristjánsson                                Meyjarhóli              Ritari

Síðar verður getið allra stjórnarnefndarmanna félagsins frá stofnun þess.

Stefnuskrá:

a.                Að reyna af alefli að vekja löngun hjá æskulýðnum til að starfa fyrir sjálfan sig, land sitt og þjóð, með mannúð og réttsýni.

b.                Að temja sér að beita starfskröftum sínum í félagi og utan þess.

c.                Að reyna af fremsta megni að styðja, vernda og efla allt sem þjóðlegt er og horfir íslensku þjóðinni til gagns og sóma.

d.                Að styðja af alefli að útrýmingu tóbaks og áfengra drykkja.

 

Stefnuskrá, lög og reglur eru svipuð enn í dag.

Comments